Færsluflokkur: Bloggar
17.10.2007 | 12:38
Valensia
Þá er grár hversdagsleikinn tekinn við aftur og frábærri ferð til Valensíu lokið. Veðrið var allt frá úrhellisrigningu, sem kostaði víst 2 Valensíubúa lífið, til glampandi sólar og 26 stiga hita. Mikið hlegið og borðað eitthvað og aðeins deipt á víni. Skoðaður vínbúgarður og smakkað vín, márakastali skoðaður og ráfað um stræti gamla hluta Valensíu. Einnig gengum við eftir gamla árfarveginum og kíktum á söfnin, dómkirkjuna og fleira. Mæli eindregið með ferð til Valensíu, borg sem lætur engann ósnortin.
Ragga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
3.10.2007 | 14:08
Tölvutími
Tölvutími og öll verkefni búin í bili. Er að fara á límingunum af tilhlökkun, Valencia eftir viku. Búin að kaupa gjaldeyrir bara eftir að pakka eða svoleiðis.
Brjálað að gera þangað til smyrja bílinn, fara í klippingu, dóttirin til tannlæknis og örugglega eitthvað fleira. Eins og hjú próf á morgun ææææ.
Gott í bili kv, Ragga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.9.2007 | 12:56
Fyrstu próf búin
Jæja þá eru fyrstu próf búin á þessari önn, gekk bara vel það sem vitað er. Planið er að vera pínulítið lifandi um helgina og hafa smá matarboð. Annars er allt gott að frétta sonurinn kominn á nýjan bíl og þá fæ ég að hafa minn í friði. Gott í bili.
kv.Ragga
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
21.9.2007 | 09:37
Valencia
Jæja nú stittist í Valencia, eftir 20 daga verð ég stödd í Valencia húrra.
Búið að skipuleggja vínsmökkunarferð og fleira gaman.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.9.2007 | 13:55
Fyrsta færsla
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)